Yfirskattanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um kæru 365 - ljósvakamiðla (áður Íslenska útvarpsfélagið) vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra á félagið vegna áranna 1997 og 1998. Úrskurður yfirskattanefndar felur í sér að 365 - ljósvakamiðlar munu fá endurgreitt úr ríkissjóði kr. 136.102.204 sem félagið hafði áður greitt vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra vegna þessara ára.

Yfirskattanefnd féllst á kröfu 365 - ljósvakamiðla um að félaginu hafi verið heimilt að nýta sér yfirfæranlegt tap vegna rekstrar Íslenskrar margmiðlunnar hf. að fullu og tap Sjónvarpsmarkaðarins ehf. að hluta. Yfirskattanefnd staðfestir hins vegar úrskurð ríkisskattstjóra varðandi yfirfæranlegt tap vegna Íslenska sjónvarpsins hf. og Nýja íslenska símafélagsins hf.