Stjórn 365 hefur ákveðið að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til tíu lykilstarfsmanna samstæðunnar, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Rétthöfum er heimilt að nýta þriðjung kaupréttar á hverju ári í þrjú ár og er fyrsta innlausn í desember 2007. Rétturinn er á samningsgenginu 3,44 krónur á hlut. Samtals gaf stjórnin út kauprétti fyrir 87,3 milljón hluta.

Gengi 365 hefur hækkað um 2,04% það sem af er degi og er 3,51 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá M5.

Eftirfarandi kaupréttir eru veittir neðangreindum fruminnherjum sem teljast til stjórnenda í félaginu.

Nafn innherja: Ari Edwald
Tengsl innherja við félagið: Forstjóri 365 hf. og 365 miðla ehf.
Fjöldi hluta skv. kauprétti: 23.800.000 hlutir
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 50.000

Nafn innherja: Viðar Þorkelsson
Tengsl innherja við félagið: Fjármálastjóri 365 hf. og 365 miðla ehf.
Fjöldi hluta skv. kauprétti: 17.500.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 753.000
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Auðbjörg Friðgeirsdóttir
Tengsl innherja við félagið: Áhættustjóri og regluvörður 365 hf.
Fjöldi hluta skv. kauprétti: 5.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: