365 miðlar ehf. högnuðust um 746 milljónir króna samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013. Hagnaðurinn var 305 milljónir ári fyrr. Ebitda hagnaður var 1.463 milljónir króna og sala Póstmiðstöðvarinnar er þriðjungur þeirrar upphæðar.

Fyrr á þessu ári voru hlutabréfaflokkar A og B sameinaðir og gefinn var út nýr hlutabréfaflokkur að nafnvirði 445 milljóna króna, sem hefur verið greitt til félagsins. Ingibjörg Pálmadóttir á alla þessa hluti.

Ef samruni Tals og 365 verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu fá hluthafa Tals 19,3% hlut í A-flokki hlutafjár, sem þá hækkar um 354 milljónir. Þá verður samanlagt hlutafé 2.288 milljónir.