Eignarhaldsfélagið Traðarsteinn ehf. er í viðræðum um kaup á Póstdreifingu, dótturfélagi 365 miðla. Þetta staðfestir Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, í samtali við DV . Póstdreifing sér um dreifingu á Fréttablaðinu.

Í DV kemur fram að Traðarsteinn sé í eigu sonar Malcolms Walker, eiganda Iceland verslunarkeðjunnar, Þorsteins Baldvinssonar, og fyrrverandi eiginkonu, Helgu S. Guðmundsdóttur.

Þorsteinn Már Baldvinsson á hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Bæði hann og Malcolm Walker eru gamlir félagar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þorsteinn Már var stjórnarformaður í Glitni um skeið fyrir bankahrun og Baugur var eigandi Iceland matvöruverslananna áður en Baugur fór í þrot.