*

miðvikudagur, 14. apríl 2021
Innlent 28. febrúar 2020 13:15

365 kaupir í Skeljungi fyrir 44,5 milljónir

Eftir kaupin er heildareignarhlutur Ingibjargar Pálmadóttur í olíufélaginu metinn á ríflega 2,2 milljarða króna.

Ritstjórn
Ingibjörg Pálmadóttir ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eiginmanni sínum, en hann situr í stjórn Skeljungs.
Aðrir ljósmyndarar

365, félag Ingibjargar Pálmadóttur, hefur keypt hlutabréf í Skeljungi fyrir 44,5 milljónir króna. Félagið keypti 5 milljónir hluta og greiddi 8,9 krónur fyrir hvern hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til Kauphallarinnar.

Eftir viðskiptin eiga 365 og önnur félög tengd Ingibjörgu Pálmadóttur 247,5 milljónir hluta í Skeljungi eða sem nemur um 11,5% útgefinna hluta. Er samanlagður eignarhlutur Ingibjargar því virði rúmlega 2,2 milljarða króna, miðað við gengi Skeljungs í Kauphöllinni þegar fréttin er skrifuð.