*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 20. maí 2013 14:21

365 miðlar draga uppsögn Láru Hönnu tilbaka

365 miðlar harma óvönduð vinnubrögð og hafa dregið uppsögn Láru Hönnu tilbaka.

Ritstjórn
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
Birgir Ísl. Gunnarsson

365 miðlar hafa dregið uppsögn Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda tilbaka. Eins og fram kom í bloggi hennar fyrir skömmu þá var henni sagt upp með tölvupósti með litlum fyrirvara en hún hefur verið að glíma við krabbamein að undanförnu. Í tilkynningu frá 365 miðlum kemur fram að óvönduð vinnubrögð við uppsögnina á verktakasamningi Láru Hönnu séu hörmuð.

„Félagið vill einnig benda á að framkvæmdarstjórn félagsins var ekki kunnugt um veikindi Láru Hönnu. Eins og komið hefur fram hafa breytingar átt sér stað hjá 365 miðlum sem hafa m.a. falið í sér að fastráða fleiri þýðendur og um leið fækka verktökum. Uppsagnir verktaka hafa þ.a.l. verið liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. Stöður þýðenda voru einnig auglýstar til umsóknar. 365 mun fara fyrir yfir verkferla á þessum uppsögnum," segir meðal annars í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að framkvæmdastjóri Fjarskipta- og tæknisviðs, Erling Freyr Guðmundsson, hefur rætt við Láru Hönnu, greint henni frá tilurð málsins og vilja til að leysa málið með farsælum hætti. Uppsögn hennar hefur einnig verið dregin tilbaka.

Stikkorð: 365 miðlar