365 miðlar ehf. eignuðust 47% hlut í Hjálmi, aðaleiganda útgáfufélagsins Birtíngs, í janúar síðastliðinn. Austursel, félag í eigu Hreins Loftssonar, á eftir þau viðskipti 53% hlut í Hjálmi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir tilganginn ekki vera þann að hafa afskipti né nánara samstarf við Birtíng.

Hjálmur er eigandi að 64% hlut í Birtíngi. Afgangurinn er í eigu Austursels og Birtíngs sjálfs. 365 miðlar eiga því um þriðjungseignarhlut í Birtíngi. Birtíngur er stærsti útgefandi tímarita á Íslandi. Fyrirtækið gefur út Gestgjafann, Hús og Híbýli, Mannlíf, Nýtt Líf, Vikuna, Séð og Heyrt, Söguna Alla, Júlíu og Heilsu auk þess sem það á bókaútgáfuna Skugga. Birtíngur tapaði um 340 milljónum króna á árunum 2008 og 2009 en hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun, 7. júlí. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Þungur rekstur í prentiðnaði
  • Tap Breta allt að 140 milljarðar
  • Samið um Fasteign
  • Fjarskiptasamningar í gildi
  • Endurskipulagning Eikar lokið
  • Dyrnar opnar fyrir Reyka Vodka
  • Matvörumarkaðurinn kortlagður
  • Viðtal við Hjálmar Gíslason, forstjóra og stofnanda DataMarket
  • Sport & peningar: Milljónir í boði fyrir afrek í Crossfit