Rekstur og sala á áskriftum og auglýsingum fyrir sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og netsíður 365 miðla skiluðu um 6,1 milljarði í tekjur á síðasta ári. Tekjur af rekstri prentmiðla námu um 3.450 milljónum. Báðir skiluðu miðlarnir meiri hagnaði en ári áður þó hagnaður samsteypunnar í heild hafi dregist saman um 110 milljónir frá fyrra ári.

Þetta sést í ársreikningi samstæðu 365 miðla fyrir síðasta ár. Þar er birt skipting á rekstri ljósvakamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar. Hagnaður samstæðunnar í heild nam 250 milljónum króna samanborið við 360 milljóna hagnað árið áður. Ingibjörg Pálmdóttir er stærsti eigandi félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.