Uppgjör 365 hf. (Íslenskrar afþreyingar hf.) fyrir árið 2008 verður ekki birt vegna heimildar til undanþágu birtingar skv. lögum um verðbréfaviðskipti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar en þar kemur fram  að á grundvelli laganna er félögum, sem eingöngu hafa skráð skuldabréf, heimilt að birta ekki uppgjör í Kauphöll ef fjárhæð nafnverðs eininga skuldabréfanna er að lágmarki jafngilt 4,6 millj. króna (fjárhæðin er grunnfjárhæð sem er bundin gengi evru þann 3. janúar 2007).

Ársreikningur verður lagður fyrir aðalfund félagsins.