365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, með samkomulaginu hafa bæði félög nú rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. 365 getur nú boðið erlendar stöðvar, til að mynda Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar, til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Þessu greinir Vísir frá.

Filmflex er með rétt á um 40 erlendar sjónvarpsstöðvar á landinu og 365 er með sýningarétt á fjölda íþrótta, meðal annars á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi.

Nú verður hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þarf ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakkinn „Toppur Fjöldaáskrift“ frá Filmflex verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir.