365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið en þar segir að samningurinn muni tryggja Stöð 2 víðamikil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað.Efni frá HBO verður bæði sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem að það verður aðgengilegt í gegnum sérrásina Stöð 2 Maraþon.

„Samningurinn felur í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 í tilkynningunni.