Afþreyinga- og fjölmiðlafyrirtækið 365 [ 365 ] tapaði 970 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við tap upp á 35 millljónir króna á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu segir að þetta tap sé leitt af gengisfalli íslensku krónunnar.

Eiginfjárhlutfall félagsins var 25% við lok fjórðungsins samanborið við 31% í lok árs 2007.

Sala tímabilsins nam 3.461 milljónum króna sem er 29% aukning frá sama tímabili á síðasta ári.

Innri vöxtur tekna (pro forma) var 9% frá fyrra ári.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 187 m.kr. sem er 35% aukning frá sama tímabili 2007.

EBITDA hlutfall fjölmiðla og afþreyingar nam 5,4%

Nettó fjármagnsliðir námu 1.180 milljónir króna en þar á meðal var gengistap upp á 940 milljónir króna.