Stjórn 365 hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 1. Júlí næstkomandi og leggja fyrir hluthafa félagsins tillögu um skráningu félagsins úr Kauphöllinni á Íslandi. Að fengnu samþykki hluthafafundar mun 365 hf. gera þeim hluthöfum sem þess óska tilboð um að kaupa hluti þeirra í 365 hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir jafnframt að yfir 85% hluthafa hafa skuldbundið sig til að taka þátt í afskráningu með því að afsala sér rétti til tilboðsins og verða því áfram hluthafar í 365 hf.

Að fengnu samþykki hluthafafundar þann 1. júlí mun öllum hluthöfum standa til boða að halda hlutum sínum í 365 hf. sem verður óskráð félag. Þeim hluthöfum sem þess óska verður boðið að selja hluti sína í 365 hf. og verður kaupverð hluta í tilboði til hluthafa 1.2  á hlut, sem er meðalgengi 30 daga til og með 16. júní, þegar ákvörðun stjórnar var tekin.