Lúxussnekkjan, sem undanfarna daga hefur verið á siglingu í Eyjafirði, er til sölu á 300 milljónir dollara eða 36,6 milljarða króna, samkvæmt frétt á vefsíðu Forbes.

Snekkjan, sem nefnist einfaldlega "A" er í eigu rússneskja auðkýfingsins Andrey Melnichenko, sem situr í 137. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn veraldar. Ástæðan fyrir því að snekkjan er til sölu er að Melnichenko hefur látið smíða fyrir sig aðra snekkju, sem er metin á 400 milljónir dollara eða 48,8 milljarða króna.

Snekkjan A hefur verið á siglingu og við akkeri í Eyjafirði síðan um síðstu helgi. Engar fregnir hafa borist af því hvað snekkjan er að gera hér eða hverjir eru um borð.