*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 17. maí 2019 17:15

3,7 milljarða viðskipti með Arion

Bréf bankans hækkuðu um hálft prósent. Heildarvelta á aðalmarkaði var 5 milljarðar og OMXI8 hækkaði um 0,21%.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Haraldur Guðjónsson

Töluverðir fjármunir skiptu um hendur í Kauphöllinni í dag, þótt engar verulegar breytingar hafi orðið á hlutabréfaverði þeirra félaga sem þar eru skráð.

Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði nam 5 milljörðum króna, en um þrír fjórðu hlutar þess voru viðskipti með bréf Arion banka, sem hækkuðu um hálft prósent í 3,7 milljarða króna viðskiptum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Att­estor Capital hafi selt hátt í þriggja prósenta hlut í Arion banka fyrir um fjóra milljarða króna til lífeyrissjóða, verðbréfasjóða og einkafjárfesta.  Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,21%.

Á eftir Arion var mest velta með bréf Marel, sem gjarnan er ofarlega á þeim lista, en hún nam 237 milljónum og skilaði bréfum tæknifyrirtækisins 0,35% hækkun.

Þriðja sæti veltulistans verma bréf Icelandair, sem hækkuðu næst mest allra félaga, um 2,0%, í 219 milljón króna viðskiptum. Hástökkvari dagsins er Sjóvá með 2,53% hækkun í 184 milljón króna viðskiptum. 

Stikkorð: Arion banki hlutabréf Kauphöll
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is