Fjármálafyrirtækið T Plús, sem er staðsett á Akureyri, hagnaðist um 37 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 47 milljónir króna árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 287 milljónum króna og eignir námu tæplega 236 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 130 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var því 55% í árslok 2018.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 165 milljónum króna. Þórleifur Stefán Björnsson er framkvæmdastjóri félagsins.