Flugfélagið Ernir tapaði 37 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 29 milljóna króna hagnað árið 2016. Tekjur félagsins námu 1.223 milljónum króna og jukust um 47 milljónir milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 10 milljónum króna og dróst saman um 68 milljónir milli ára. Eignir félagsins námu 949 milljónum króna í lok árs en heildarskuldir námu 926 milljónum. Eiginfjárhlutfall var því 2,5% í lok árs. Hörður Guðmundsson er forstjóri Ernis.