Nýskráðir bílar í ágúst voru 1465, samanborið við 1522 í sama mánuði í fyrra, sem er 3,7% samdráttur, samkvæmt tilkynningu frá bílgreinasambandinu.

Á fyrstu 8 mánuðum ársins hafa samtals verið nýskráðir rétt rúmir 15 þúsund fólksbílar, sem er 11,8% samdráttur milli ára.

Af seldum bílum ársins hafa 42% verið með bensínvél, 39% með díselvél, 12% rafknúnir, og aðrar tegundir 7%.