Að jafnaði greiddu 375 fjölskyldur á landinu að jafnaði 14,8 milljónir króna í auðlegðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt við álagningu vegna síðasta tekjuárs. Þær greiddu um 63,5% auðlegðarskattsins og viðbótarauðlegðarskattsins. Auðlegðarskattur var lagður á 4.144 fjölskyldur í sumar.

Fram kemur í grein Páls Kolbeins, sérfræðingi hjá embætti Ríkisskattstjóra, að flestir þeir sem greiddu auðlegðarskatt greiddu innan við eina milljón króna í skatt af eignum sínum. Miðað við að auðlegðarskattur er 1,5% af skuldlausri eign einhleypings umfram 75 milljónir króna og og skuldlausri eign hjóna umfram 100 milljónir. Flestir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt áttu því minna en tæpar 142 milljónir króna ef þeir voru einhleyptingar og tæplega 167 milljónir ef um hjón var að ræða.

Í grein Páls um álagðan auðlegðarskatt greiddu fjölskyldur sem greiddu minna en eina milljón króna að jafnaði 2,8% af tekjum sínum í auðlegðarskatt. Þær greiddu hins vegar 28,8% af heildartekjum í skatt.

Þær 375 fjölskyldur sem greiddu að jafnaði 14,8 milljónir í skatt greiddu að jafnaði 32,6% tekna sinna í auðlegðarskatt en heildarbyrði þeirra var 55,2% af heildartekjum.