Hagnaður ítalska tískurisans Prada nam 244,8 milljónum evra, jafnvirði tæplega 38 milljörðum íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn dróst saman um 21% frá sama tímabili í fyrra.

Í frétt BBC um málið segir að mestu muni um lægri tekjur af leðurvörum á tímabilinu. Þá hafi óstöðugleiki gjaldmiðla og krefjandi efnahagslegt umhverfi haft sitt að segja varðandi afkomu félagsins. Sala á karlmannsfötum jókst hins vegar um 19% á tímabilinu.

Smásölu sérfræðingurinn Rahul Sharma bendir á að Prada hafi hækkað verð á vörum sínum verulega að undanförnu og því séu viðskiptavinir í síauknum mæli að snúa sér til samkeppnisaðila.