*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 7. september 2019 15:04

380 milljóna króna hagnaður Samskipa

Samskip hagnaðist um rúmlega 2,7 milljónir evra á síðasta rekstrarári og jókst hagnaðurinn um 800 þúsund evrur frá fyrra ári.

Ritstjórn
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa.
Haraldur Guðjónsson

Samskipa-samstæðan hagnaðist um rúmlega 2,7 milljónir evra á síðasta rekstrarári, eða sem nemur um 380 milljónum króna, samanborið við 1,9 milljóna evra hagnað árið áður. Rekstrartekjur samstæðunnar námu tæplega 171 milljón evra samanborið við tæplega 176 milljónir árið áður. Rekstrargjöld námu tæplega 167 milljónum evra, samanborið við 171 milljón árið áður. Heildareignir samstæðunnar námu tæplega 61 milljón evra og eigið fé samstæðunnar nam 18 milljónum evra. Eiginfjárhlutfall var því 30% í árslok 2018.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 39 milljónum evra og hækkuðu um 5 milljónir evra frá fyrra ári. Það fækkaði um 11 stöðugildi frá fyrra ári, en 478 manns störfuðu hjá samstæðunni í fyrra. Birkir Hólm Guðnason er forstjóri Samskipa, en hann tók við stöðunni af Pálmari Óla Magnússyni fyrir um ári síðan.

Stikkorð: Samskip uppgjör