Verkfall flugmanna hjá þýska flugfélaginu Lufthansa mun hafa gríðarleg áhrif en starfsmenn hafa boðað verkfall frá miðvikudegi til föstudags. Búið er að aflýsa 3800 flugferðum og mun hafa áhrif á 425 þúsund farþega.

Stéttarfélag flugmanna, Vereinung Cockpit, hefur deilt við Lufthansa um kaup og kjör að undanförnu. Þá krefjast flugmenn betri eftirlauna.

Der Spiegel greindi frá.