Norska þingið samþykkti að veita 30,2 milljónum norskra króna í olíuleit á íslenska hluta Drekasvæðisins sem samsvarar um 386 milljónum íslenskra þrátt fyrir að meirihluti þingmanna væri á móti því að því er kemur fram á Aftenposten .

Tillagan um fjárútlátin til verkefnisins var hluti af fjárlögum en í Noregi er minnihlutastjórn íhaldsflokksins og framfaraflokksins við völd.

Fjármagninu verður veitt til norska ríkisfyrirtækisins Petoro sem hefur leitið eftir olíu á landgrunni Íslands.