Rúmlega 39% af útlánum nýju bankanna eru í vanskilum eða greiðslur á gjalddaga taldar ólíklegar. Ljóst er að stór hluti þessara lána þarfnast endurskipulagningar. Þetta segir í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, sem kom út í dag.

Segir að við stofnun nýju bankanna hafi hluuti útlána gömlu bankanna verði færður yfir til hinna nýju með umtalsverðum afslætti. Þá þegar hafi verið ljóst að virðisrýrnun yrði mikil og líkur á fullri innheimtu í mörgum tilvikum hverfandi. „Á undanförnum mánuðum hafa útlán verið endurskipulögð í auknum mæli og er nú svo komið að rúm 39% af útlánum nýju bankanna eru í vanskilum eða greiðslur á gjalddaga taldar ólíklegar.“

Þá segir að staða bankanna komi betur í ljós þegar bankarnir ljúki við endurskipulagningu útlána sem ekki eru í skilum. Þá sé betur hægt að meta svigrúm þeirra til að aðstoða heimili og fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum.