Capacent Gallup hefur birt nýja skoðanakönnun á fylgi flokka ef kosið yrði til Alþingis og stuðningi við ríkisstjórnina.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 38,5% og lækkar um þrjú prósentustig milli mánaða. Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27%, Samfylkingin fengi 19%, Björt framtíð 16% og Vinstri hreyfingin grænt framboð fengi rösklega 13%. Framsóknarflokkurinn mælist með rúmlega 12% og Píratar með 7%. Nær 5% segjast myndu kjósa aðra flokka en eiga nú sæti á Alþingi.

Rúmlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og 12% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Könnunin var framkvæmd dagana 29. ágúst til 28. september 2014 og var heildarúrtaksstærð 6.985. Þátttökuhlutfall var 58,2%.