Verðbólga meðal OECD ríkjanna mældist 3,9% í maí og hækkar milli mánaða er 12 mánaða verðbólga í apríl mældist 3,5%.

Vísitalan neysluverðs jókst um 0,7% í maí eftir að hafa hækkað um 0,5% í apríl og er það mesta aukning milli mánaða frá því í júní árið 2001 eftir því sem kemur fram í skýrslu OECD.

Mest hækkar neysluvísitalan á orku eða um 14,6%. Matarverð hækkar um 6,1%.

Á evrusvæðinu hækkaði neysluvísitalan um 3,7% í maí en hafði hækkað um 3,3% í apríl.

Í Bandaríkjunum hækkaði neysluvísitalan um 4,2%, í Japan um 1,3%, á Ítalíu um 3,6%, í Bretlandi og Frakklandi um 3,3%, í Þýskalandi um 3% og í Kanada um 2,2%.