Þegar þér hentar“ er slagorð frá markaðsdeild Símans og á að lýsa því sem felst í 3G-kerfinu. Guðmundur Stefán segir að í stærra samhengi séð þýði þetta að hafa aðgengi að upplýsingum og geta sent frá sér upplýsingar þegar hverjum og einum hentar. Þar getur verið um að ræða tölvupóst eða aðgengi að bakgrindarkerfum hjá fyrirtækjum. Bara sú breyting að handtækið, þ.e.a.s. nýir 3G-farsímar, hafi þetta mikinn gagnaflutningshraða, er í raun byltingarkennd.

Tækninni fylgir sömuleiðis aðgangur að internetinu hvar sem er með litlum 3G-lykli sem stungið er í tölvuna. Þetta opnar möguleika sem voru óþekktir áður, eins og til dæmis þá að starfsmenn fyrirtækja komast inn á kerfi þeirra og þau forrit sem þeir eru vanir að vinna við. Þeir eiga þar með til dæmis kost á því að koma frá sér söluskýrslum, sölugögnum, pöntunum eða öðru slíku hvenær og hvar sem þeim hentar svo fremi sem þeir eru í 3Gsambandi.

„Hraðinn einn og sér í gagnaflutningum er einn kosturinn og hinn er sá hve mikið er hægt að byggja ofan á þessa tækni. Blackberry, Windows Mobile og önnur háþróuð símtæki bjóða upp á það að hægt sé að hlaða inn á þau ýmiss konar hugbúnaði; hugbúnaði sem hugbúnaðarhús eru sjálf að skrifa fyrir fyrirtæki og svo eru framleiðendur tækjanna jafnframt farnir að bjóða tækin með hugbúnaði sem fyrirtæki geta nýtt sér til að tengja við grunntölvukerfin sín. Kerfisstjórar eru t.d. allt í einu í þeirri stöðu að geta verið staddir uppi á fjöllum, verið í símasambandi og endurræst beini einhvers staðar í borginni í gegnum 3G-símann.“

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um skrifstofuna sem fylgir með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .