Hátækni- og límbandsframleiðandinn 3M kynnti í dýja tækni eða svokallaða 3M Non-metallic Foil technology sem getur umbylt notkun greiðslukorta eins og við þekkjum í dag. Þessi nýja tækni byggir á nýtingu á 3M fjöllaga ljósleiðnifilmu (3M Multi-layer Optical Film). Gerir þessi tækni það mögulegt að búa til greiðslukort sem innihalda enga málma og að hanna þau að óskum hvers og eins á mjög fjölbreyttan hátt. Verður þessi nýja tækni kynnt fjármálafyrirtækjum og greiðslukortafyrirtækjum í París sem hluti af nýrri greiðslumiðlunartækni 3M.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 3M Multi-layer Optical Film byggi á þróun sem staðið hafi yfir í sjö áratugi. Á tíunda áratugnum uppgötvuðu vísindamenn 3M svo tækni sem byggði á því að hægt var að stýra ljósi með notkun á límbandi sem lagt var í svo hundruðum skipti þunnum lögum. Var þar um einstaka tækni að ræða og var hún kölluð ljósstýringartækni eða “Light Management technology”. Komust vísindamenn þar að því að hægt var að búa til einstaka filmu með því að leggja saman fjölmörg örþunn lög af filmu með mismundandi endurskynseiginleikum. Þannig gátu þeir búið til filmu sem virkaði eins og spegill með yfir 90% endurvarpi, en innihélt enga málma. Þessa tækni er nú hægt að nýta á fjölbreytilegan hátt, m.a. í rafeindaskjái og til að búa til skreytingar og orkusparnaðarfilmur á glugga.