*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 14. febrúar 2006 17:26

3X Stál færi sig inn á kjötmarkaðinn

Ritstjórn

Fyrirtækið 3X Stál á Ísafirði hyggst taka þátt í stórri matvælaframleiðslusýningu í Birmingham í mars næstkomandi. Þátttaka fyrirtækisins þar er til marks um nýjar áherslur hjá fyrirtækinu sem til þessa hefur fyrst og fremst framleitt tæki fyrir kjötiðnaðinn.

"Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum þátt í svona "kjötsýningu" eins og við köllum þær en við teljum okkur eiga góða möguleika með ýmsar af okkar vörum inn í þennan geira hér í Englandi og Evrópu. Þá erum við fyrst og fremst að horfa til Karakerfa sem og annarra lausna en líkt og í fiskinum þá er gríðarleg karanotkun í kjötiðnaðinum hér í Evrópu," segir Þórir Matthíasson, markaðsstjóri 3X Stál, í frétt á heimasíðu þess.

Sýningin í Birmingham verður haldin dagana 19. - 22. mars næstkomandi og mun 3X Stál taka þátt í sýningunni FoodexMeatex en sýningin er haldin í Birmingham á Englandi. Þessi sýning er frábrugðin öðrum sýningum sem við höfum tekið þátt í til þessa þar sem hér er ekki um sjávarútvegssýningu að ræða heldur er hér á ferðinni sýning á ýmsum tækjum og búnaði til matvælaframleiðslu almennt.

Á sýningunni ætlar 3X Stál að vera með um 40 fermetra stand þar sem þeir ætlum að sýna hluta úr karakerfi og nýja hönnun á karalyftu. Sýningin er haldin annað hvert ár í Englandi.