*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 26. september 2015 12:25

3X Technology tapaði 6 milljónum

Afkoma ísfirska fyrirtækisins 3X Technology versnaði milli ára.

Ritstjórn
Albert Högnason er stærsti hluthafi 3X Technology.

Ísfirska fyrirtækið 3X Technology, sem smíðar framleiðslulausnir fyrir sjávarútveg, tapaði 6,4 milljónum króna á síðasta ári. Það er viðsnúningur til hins verra frá árinu 2013, þegar hagnaður varð á starfseminni upp á 58,4 milljónir.

EBITDA hjá 3X Technology var 14,7 milljónir króna á síðasta ári, en var 83 milljónir króna árið 2013. Eignir félagsins voru metnar á 309 milljónir króna um síðustu áramót og eigið fé þess á 66,9 milljónir.

I.Á.-Hönnun ehf er stærsti eigandi 3X Technology með um 80% hlut. Albert Marzelíus Högnason á 16% hlut. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Ingólfur Árnason.