Mánudaginn næsta, þann 13. júlí kl: 11:00, fer fram útboð á ríkisvíxlum með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en Seðlabankinn áskilur sér rétt f.h. ríkissjóðs til að samþykkja öll tilboð sem berast, hluta eða hafna þeim öllum.

Einungis aðalmiðlurum ríkisskuldabréfa er heimilt að gera tilboð í útboðinu en þeir annast einnig tilboðsgerð fyrir fjárfesta. Lágmark hvers tilboðs er ein milljón króna að nafnvirði.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er miðvikudaginn 15. júlí 2009.

Í þessu útboði óskar Seðlabankinn fyrir hönd ríkissjóðs eftir kauptilboðum í eftirfarandi flokk ríkisvíxla:

Flokkur; RIKV 09 1116 - Gjalddagi; 16.11.2009 - Lánstími; 4 mánuðir

Ofangreindur flokkur verður skráður í NASDAQ OMX Norrænu kauphöllinni á Íslandi fimmtudaginn 16. júlí 2009.