Hvalasafnið á Húsavík hefur fengið fjögurra milljón króna fjárstyrk frá góðgerðarsamtökum sem heyra undir bandarísku ferðaskrifstofuna Abercrombie & Kent. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Er styrktarféinu ætlað að styðja við steypireyðarverkefni safnins en það stefnir að viðbyggingu sem mun hýsa 25 metra langa beinagrind af steypireyði.

Styrkveitendurnir komu fyrst til Húsavíkur árið 2001 og lýstu þá yfir áhuga á að styrkja við safnið en sá styrkur barst ekki fyrr en í fyrrasumar og svo aftur nú í sumar. Í samtali við Fréttablaðið greinir Einar Gíslason, framkvæmdastjóri Hvalasafnisins, frá því að steypireyðarverkefnið hafi verið kynnt öllum ráðuneytum sem koma að málaflokknum og nú sé beðið eftir ákvörðun Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra um málið.