Hagkerfið dróst saman um 4% árið 2010 samkvæmt endurskoðuðum landsframleiðslutölum Hagstofunnar. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að þetta sé verulega minni samdráttur en 2009 þegar hann mældist 6,7%. Þetta er engu að síður næst mesti samdráttur frá árinu 1968.

Í frétt Hagstofunnar segir jafnframt: „Samdráttur þjóðarútgjalda á árinu 2010 varð nokkru minni en samdráttur landsframleiðslu, eða 2,7%. Samdráttur varð í öllum þáttum þjóðarútgjalda, einkaneysla dróst saman um 0,4%, samneysla um 3,4% og fjárfesting um 8%. Aftur á móti jókst útflutningur um 0,4% og innflutningur um 4%.“