Burðarás tilkynnti í dag fækkun stöðugilda um alls 40 til 50. Jafnframt var greint frá tilfærslum á skrifstofum.

Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi skipulagsbreytinga hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. , dótturfélagi Burðaráss hf., til að auka hagkvæmni í rekstri og lækka stjórnunarkostnað félagsins.

Hjá Eimskipafélagi Íslands starfa hátt í 1.100 manns.

Nýtt skipulag verður kynnt nánar um leið og sex mánaða uppgjör félagsins í lok þessa mánaðar eða 29. júlí.