*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 7. ágúst 2020 13:48

Einingaverksmiðjan fer til Ölfuss

Einingaverksmiðjan og Ölfus hafa komist að samkomulagi og mun starfsemi félagsins flytjast þangað úr Reykjavík.

Ritstjórn
Sigurbjörn Óli Ágústsson framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunar og Elliði Vignisson bæjarstóri Ölfusar.
Aðsend mynd

Einingaverksmiðjan mun færa starfsemi sína úr Reykjavík til Ölfuss og verður ráðist í byggingu á allt að 4.000 fermetra iðnaðarhúsum, gerð efnissílóa og fleira vegna þess. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Með samkomulaginu munu starfsmenn félagsins flytjast til Ölfuss sem eru 40-50 talsins. Einingaverksmiðjan framleiðir forsteyptar einingar til byggingaframkvæmda og eru þar 40-50 starfsmenn. 

„Við hjá Einingaverksmiðjunni höfum frá upphafi lagt metnað okkar í að veita húsbyggjendum fjárhagslegt svigrúm til að njóta lífsins. Það gerum við meðal annars með því að bjóða gæðavöru á hagstæðu verði. Til þess að það sé hægt þurfum við ætíð að vera að leita að hagkvæmum og heppilegum leiðum til að þróa rekstur okkar.

Sú ákvörðun að staðsetja okkur í Ölfusi er tekin með það að leiðarljósi. Hér hefur okkur verið úthlutað lóð sem gerir okkur mögulegt að taka næstu skref með hagsmuni okkar þjónustuþega í huga,segir Sigurbjörn Óli Ágústsson, framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar.