MP Banki fékk viðskiptabankaleyfi í lok árs 2008 og í árslok námu innlán þriðjungi af fjármögnun bankans en það hlutfall er í dag rúmlega 40%.

MP Banki hf. skilaði 860 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2008, samanborið við 1.780 milljóna króna hagnað á árinu 2007. Skýringin á minni hagnaði bankans eru afskriftir í kjölfar falls stóru íslensku bankanna og gjaldþrots Lehman Brothers.

Samtals lagði bankinn til hliðar 2.248 milljónir króna vegna afskrifta og telur sig þar með hafa mætt allri afskriftaþörf sem leiddi af bankahruninu.