Í dag, 19. maí 2009, eru liðin nákvæmlega 40 ár frá því að Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands undirrituð samkomulag um stofnun lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði.

Þar með urðu allir launþegar innan verkalýðsfélaga á samningssviði ASÍ sjóðfélagar  frá og með 1. janúar 1970.

Þetta kemur fram á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.

„Oft hefur verið talað um að sú ákvörðun aðila vinnumarkaðarins í kjarasamningum 1969 að setja á stofn lífeyrissjóði með almennri þátttöku launþega og fullri sjóðsöfnun, hafi verið best heppnaða efnahagsaðgerð á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar,“ segir á vef Landssamtakanna.

„Það er þó nokkuð til í þeirri fullyrðingu, a.m.k. telja aðrar þjóðir að fyrirmyndanna sé að leita til Íslands, þegar kemur að uppbyggingu lífeyrismála í þeirra eigin landi. Íslendingar búa við þriggja stoða lífeyriskerfi, sem Alþjóðbankinn hefur lagt til að þjóðir taki upp sem fyrirmynd að góðu lífeyriskerfi.“

Sjá nánar á vef Landssamtakanna.