Velta á fasteignamarkaði í júlí jókst um rúmlega 40% milli mánaða í kaupsamningum talið, úr tæplega 240 samningum í 340. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Velta á markaðnum í júlí var þó aðeins um þriðjungur af því sem hún var í júlí 2007.

Greiningardeild Kaupþings telur þó að þakka megi breytingum á reglum Íbúðalánasjóðs, þ.e. hækkun hámarkslána og aftenging við brunabótamat, að þriggja mánaða meðalvelta á fasteignamarkaði hefur verið að hækka síðustu fimm vikur.

Eins og fjallað hefur verið um hér í dag hefur Íbúðalánasjóður endurskoðað áætlun sína um útgáfu íbúðabréfa og útlán til hækkunar.