Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer tapaði 292 milljón dollurum, tæplega 40 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Helsta ástæðan er samdráttur vegna veirufaraldursins og að samkomulag við Boeign fór út um þúfur. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri félagsins.

Áætlanir gerðu ráð fyrir því að Boeing myndi kaupa varning frá Embraer fyrir 4,2 milljarða dollara en það gekk eftir. Það lá fyrir í apríl. Svo virðist sem ekkert plan B hafi verið til staðar og því fór sem fór. Starfsfólk Embraer var sent í leyfi í janúar til að reyna að liðka fyrir því að samningar við Boeing myndu nást en það dugði ekki til.

Félagið leitar nú nýs fjármagns en á ársfjórðungnum þurfti það að seilast ansi djúpt í reiðuféð sitt. Handbært fé lækkaði um nærri 677 milljónir dollara á fyrstu þremur mánuðum ársins. Brasilíski bankinn BNDES hefur nú aðkomu að því að reyna að útvega flugvélaframleiðandanum um 600 milljón dollara lán.