Tap Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins nam 40,1 milljónum kr. en 15,5 mkr. hagnaður var á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur Byggðastofnunar námu 184,1 mkr. Vaxtatekjur af kröfum á lánastofnanir námu 122,5 mkr. Rekstrartekjur námu 194,7 mkr. og rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla hlutafjár nam 408,7 mkr.

Framlög í afskriftarreikning útlána og niðurfært hlutafé nam 168,8 mkr. Eigið fé Byggðastofnunar nam 1.273,9 mkr. eða 8,77% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hefur það dregist saman um Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 8,96%. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal eigið fé lánastofnunar á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svara 8% af áhættugrunni.

Varanlegir rekstrarfjármunir Byggðastofnunar voru 6,73% af eigin fé. Útlán í lok tímabilsins námu 9.706,6 mkr. og hafði það dregist saman um 4,5% frá áramótum. Lántökur drógust saman um 6,1% frá áramótum.