Bandaríski netleitarrisinn Google hagnaðist um 2,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 313 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er um fjórðungi meira en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar námu 9,7 milljörðum dala sem þriðjungsaukning á milli ára.

Afkoman er umfram væntingar greiningaraðila sem höfðu talið að við efnahagskreppan myndi setja skarð í afkomu og vöxt fyrirtækisins. Google hefur ráðið fjölda fólks til starfa upp á síðkastið og opnaði nýverið skrifstofu í London.

netútgáfu breska dagblaðsins Guardian er haft eftir Larry Page, forstjóra og öðrum af tveimur stofnendum fyrirtækisins, að tilraunir Google til að keppa um hylli netnotenda á samfélagsmiðlunum hafi skilað góðum árangri.

„Fólk flykkist á Google+ á ótrúlegum hraða. Við erum rétt að byrja,“ segir hann og bendir á að notendur eru nú orðnir fjörutíu milljón talsins.

Opnað var fyrir beta-prófanir á Google+ í lok júní. Þegar opnað var fyrir almennan aðgang í lok síðasta mánaðar voru notendur orðnir 25 talsins.

Til samanburðar tók það stjórnendur Facebook tíu mánuði að ná einni milljón notenda þegar vefurinn fór í loftið árið 2004.