Alls 40 manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúarmánuði samkvæmt frétt Túrista . 33 var sagt upp í lok síðustu viku en áður hafði sjö manns til viðbótar verið sagt upp. Í heildina eru 640 heilsársstöðugildi hjá hótelum Icelandair.

Í samtali við Túrista segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar til Vinnumálastofnunnar. Þá segir hún einnig að  uppsagnirnar komi til sem viðbrögð við lélegri bókunarstöðu hótela og veitingastaða á komandi vikum og mánuðum. Því hafi þurft að bregðast við lækkun tekna með því að hagræða á flestum sviðum í starfseminni.