Skipti, móðurfélag Símans, tilkynnir í dag um viðamiklar hagræðingaraðgerðir, að því er fréttastofa RÚV greinir frá. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður rúmlega 40 starfsmönnum sagt upp störfum. Umræddum starfsmönnum hefur verið tilkynnt um uppsagnirnar í morgun. Starfsmannafundur er boðaður eftir hádegi.

Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir við RÚV að tilkynning um aðhaldsaðgerðir verið send út að fundi loknum.