Ef  borin er saman sú upphæð sem íslenskir ferðamenn greiddu erlendis með greiðslukortum síðustu þrjá mánuði ársins 2007 og 2008 kemur í ljós að upphæðin lækkaði um 39,6% á milli ára.

Í nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kemur fram að notkun íslenskra ferðamana á greiðslukortum erlendis stóð nánast í stað milli áranna 2007 og 2008. Árið 2007 greiddu íslensk heimili 38.913 millj króna með greiðslukortum sínum erlendis og árið 2008 nam upphæðin 38.664 milljörðum kr. og lækkaði þannig um 0,6% milli ára.

Greiðslukortanotkun Íslendinga erlendis gefur góða vísbendingu um þróun verslunar landsmanna í útlöndum. Þar eru ekki meðtaldar greiðslur vegna flugferða eða svokallaðra pakkaferða þar sem hótelgisting er innifalin. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar um notkun greiðslukorta heimila erlendis eftir mánuðum.