Hátt í 40% þeirra fyr­ir­tækja sem eru virk í land­inu og hafa fleiri en sex starfs­menn sóttu um hluta­bóta­leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar opnað var fyr­ir um­sókn­ir. Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þetta sýna töl­ur Creditinfo sem nú hef­ur birt svo­kallað váhrifamat vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Í Morgunblaðinu má sjá töflu sem sýnir hvernig fyr­ir­tæk­in sem sóttu um úrræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar flokk­ast eft­ir láns­hæf­is­mati og hversu mik­il óvissa rík­ir í rekstr­ar­um­hverfi sömu fyr­ir­tækja út frá váhrifamatinu.

At­hygli vek­ur að 7,1% fyr­ir­tækj­anna sem sóttu um er með láns­hæf­is­mat 1, besta lánshæfismatið, og býr við óveru­lega óvissu. Þegar þau fyrirtæki sem talin eru búa við óverulega óvissu, miðað við önnur fyrirtæki í landinu, eru skoðuð kemur í ljós að aðeins 20% þeirra fyrirtækja sóttu um hlutabótaleiðina.

Hins vegar sóttu 57,9% þeirra fyrirtækja sem talin eru búa við mjög mikla óvissu um sömu leið. Þá var hlutfallið tæplega 50% í tilfelli þeirra fyrirtækja sem talin eru búa við mikla óvissu.

Váhrifamatið er samstarfsverkefni Creditinfo á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Tékklandi. Talsvert hærra hlutfall íslenskra fyrirtækja hefur leitað ríkisaðstoðar en í Eystrasaltsríkjunum er haft eftir Dr. Gunnari Gunnarssyni, forstöðumanni greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo.