*

laugardagur, 7. desember 2019
Innlent 18. febrúar 2016 12:33

40% stæðust ekki greiðslumat

Rétt um helmingur þeirra sem taka 40 ára verðtryggð lán myndu ekki standast greiðslumat fyrir styttri lán.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Til umræðu kom á Alþingi í dag að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán - Íslandslánin svokölluðu - ætti að taka af markaði, eftir að nefnd um afnám verðtryggingar lagði það til. Þá myndi hámarkstími slíkra lána verða 25 ár.

Bjarni Benediktsson sagði þá að fjármálaráðuneytið byggi yfir gögnum sem bentu til þess að í það minnsta 40% þeirra sem tækju þessi Íslandslán kæmust ekki í gegnum greiðslumat á 25 ára lánum. Hann sagði að þetta fólk væri það sem hefði hvað minnst á milli handanna, og að hætta væri á að það félli út af húsnæðismarkaði.

Bjarni spurði þingsalinn þá hvort ekki þyrfti að styðja við þennan hóp fólks aukalega í staðinn - og hvort það væri æskilegt yfir höfuð. Mögulegt væri að finna leiðir til að halda þessum möguleika opnum fyrir alla lægstu tekjuhópana.