Aðalgeir Þorgrímsson , framkvæmdastjóri hjá Reiknistofu bankanna, er einn af eftirtektarverðustu stjórnendunum undir fertugu í íslensku viðskiptalífi að mati Góðra samskipta en almannatengslafyrirtækið hefur birt lista yfir þá 40 stjórnendur undir fertugu sem það álítur rísandi stjórnur í íslensku viðskiptalífi.

Aðrir sem nefna má og eru á listanum eru Andri Guðmundsson framkvæmdastjóri Fossa í Svíþjóð og Ásbjörg Kristinsdóttir , yfirverkefnisstjóri hjá Landsvirkjun. Enginn forstjóri í Kauphöll Íslands komst á listann þar sem þeir eru allir eldri en 40 ára.

Í tilkynningu segir að þegar leitað var eftir tilnefningum eftir fólki á listann hafi komið í ljós að æðstu stjórnendur séu eldri en þeir voru fyrir áratug. Sá fyrirvari er settur við valið að það byggi að miklu leyti á huglægu mati en stuðst var við mælikvarða á borð við árangur innan stórra fyrirtækja, umfang ábyrgðar, traust sem viðkomandi einstaklingar njóta hjá stjórn og æðstu stjórnendum og mannaforráðum.

Lesa má listann í heild sinni hér , en aðrir á listanum í stafrófsröð eru til að mynda:

  • Árni Sigurjónsson (39), yfirlögfræðingur hjá Marel.
  • Ásta S. Fjeldsted (35), framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
  • Benedikt Ólafsson (35), framkvæmdastjóri hjá Skeljungi.
  • Björgvin Ingi Ólafsson (39), hjá Íslandsbanka.
  • Björk Viðarsdóttir (39), framkvæmdastjóri hjá TM.
  • Einar Þorsteinsson (39), framkvæmdastjóri hjá Reitum.
  • Eva Sóley Guðbjörnsdóttir (36), framkvæmdastjóri hjá Advania.