*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 2. nóvember 2010 06:33

40% verðhækkun á raforkudreifingu tók gildi í gær

Ritstjórn

Orkuveita Reykjavíkur hækkaði gjaldskrár fyrir raforkudreifingu um 40% í gær, líkt og boðað hafði verið. Á heimasíðu Orkuvaktarinnar er að finna samanburð á kostnaði við raforkudreifingu eftir veitusvæðum.

„Það vekur athygli að Orkuveita Reykjavíkur sem dreifir raforku á þéttbýlasta svæðinu hefur næsthæsta gjald fyrir dreifingu á raforku á þessum taxta.  Orkugjald OR er 28% hærra en hjá Orkubúi Vestfjarða og um 20% hærra en meðalorkugjald annarra dreifiveitna sem að ofan eru taldar ef frá er talin dreifing í dreifbýli,“ segir í frétt á Orkuvaktinni.

Segir að hækkunin um 40% muni leiða til hækkunar í námunda við 10% á heildarraforkukostnaði fyrirtækja á dreifisvæði Orkuveitunnar. Heildarkostnaður  fyrir fyrirtæki skiptist í dreifingu, flutning, orku og orkuskatt.

Fyrir heimili og minni fyrirtæki nemur hækkunin um 12%.