Kjarnabúð á Bolungarvík hefur gert samning upp á 400 milljónir við þýsku ferðaskrifstofuna Kingfischer Reisen um ferðir fyrir sjóstangveiðimenn. Uppbygging verkefnisins mun kosta um 300 milljónir króna á næstu þremur árum, en fyrirætlað er að reisa um 20 hús og panta annan eins fjölda af bátum fyrir ferðamenn á vegum Kingfischer Reisen. Heildarvelta verkefnisins verður um 700 milljónir króna. Fréttavefurinn BB.is greinir frá þessu í vikunni.

„Kingfisher Reisen hóf rekstur árið 1987 og þjónustar milli 7.500 og 8.000 viðskiptavini á ári sem flestir koma frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Til þessa hafa áfangastaðir Kingfisher verið Noregur, Svíþjóð, Írland, Kanada og Alaska og nú bætist við Bolungarvík á Íslandi," segir í frétt BB.is