*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 25. mars 2020 16:49

4.000 umsóknir um hlutabætur

Töluverður fjöldi umsókna um hlutaatvinnuleysisbætur hefur borist strax á fyrsta degi.

Ritstjórn
Frá kynningu Katrín Jakobsdóttur á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19.
Eva Björk Ægisdóttir

Alls hafa um 4.000 umsóknir um hlutaatvinnuleysirbætur borist frá því að opnað var fyrir þær í morgun. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á ársfundi Seðlabankans sem stendur nú yfir. 

Gera má ráð fyrir að umsóknum muni fjölga umtalsvert á næstu dögum enda er starfsmannafjöldi þeirra fyrirtækja sem munu þurfa að nýta sér aðgerðirnar mun fjölmennari. 

Hlutaatvinnuleysisbætur voru ein þeirra aðgerða sem ríkistjórnin kynnti á laugardag. Greiða á bætur til þeirra sem verða tímabundið fyrir skertu starfshlutfalli og er gert ráð fyrir að aðgerðin muni kosta ríkissjóð um 22 milljarða. 

Til samanburðar voru ríflega 9.000 manns á atvinnuleysisskrá í febrúar og hafði fjölgað um 3.500 á einu ári. Þá var atvinnuleysi 5%.